Síðasti skiladagur tilnefninga á mánudag


Síðasti skiladagur tilnefninga fyrir Norræna barna- og unglingamótið í Svíþjóð 2009 er næstkomandi mánudag þann 2. febrúar 2009. Þegar hafa nokkrar tilnefningar borist til ÍF en athygli er vakin á því að ekki verður gefinn lengri frestur en til mánudagsins 2. febrúar.

Norræna barna- og unglingamótið fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi og borðtennis. Að þessu sinni hefur ÍF lagt áherslu á að hreyfihamlaðir verði tilnefndir en sú áhersla er liður í nýliðun hjá ÍF.

Tilnefningum er skilað á póstfangið if@isisport.is

Eftirtaldar upplýsingar eiga að koma fram með tilnefningunum:
Nafn
Kennitala
Fötlun
Íþróttagrein
Nafn aðstandanda/ tengiliðs
Heimilisfang / símanúmer / netfang
Stutt lýsing á einstaklingnum og rök fyrir vali
Lyf ef eru
Staðfesting fulltrúa félags/annarra aðila -nafn og símanúmer-

Mynd: Frá Norræna barna- og unglingamótinu á Íslandi.