Kynning á alþjóðlegu boccia-reglunum


Laugardaginn 24. janúar næstkomandi mun Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir standa að kynningu og gegnumferð á alþjóðlegu boccia-reglunum fyrir hönd Stanislavs Doskocil. Stanislav hefur full réttindi sem alþjóðlegur dómari og hefur kynnt sér stöðu og áherslur í boccia hér á Íslandi það tæpa ár sem hann hefur dvalist hérlendis.

Stanislav talar tékknesku og honum til aðstoðar ásamt Guðbjörgu við kynninguna verður túlkur sem þýða mun yfir á ensku. Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært um að vera með á kynningunni sem fer fram á milli kl. 14:00 og 15:30 í íþróttahúsi ÍFR í Reykjavík að Hátúni 14.

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Kristín í síma 895 0593

Mynd: Frá Íslandsmóti ÍF í Boccia á Akureyri 2008.