Jólafundur Suðra


Íþróttafélagið Suðri afhenti sjálfboðaliðakort ÍF á jólafundi Suðra.Á myndinni má sjá þá sem fengu fyrstu kortin afhend en þau eru; Aftari röð frá vinstri: Hulda Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og María Sigurjónsdóttir. Fyrir framan Svanur Ingvarsson

Auk þess að keppa með félaginu eru systurnar Hulda, Sigríður og María óþreytandi við að finna upp á ýmsum skemmtilegheitum fyrir Suðrafélaga.
M.a. hafa þær samið nokkra texta sem sungnir eru við ýmis tækifæri, þær hafa útbúið plagöt til að hafa á áhorfendapöllum til hvatningar fyrir keppendur félagsins, þær gáfu félaginu tvö lukkudýr sem fylgja í keppnum og þær gáfu þjálfurum félagsins málbönd svo hægt væri að mæla nákvæmt á æfingum. Einnig eru þær í nýstofnaðri skemmtinefnd Suðra.
Svanur Ingvarsson er fyrrverandi formaður Suðra. Eftir að hann lét af þeim störfum hefur hann verið félaginu ómetanlegur , t.d. verið fundarstjóri á aðalfundum, gítaristi á skemmtikvöldum og komið að ý.k. vinnu á vegum félagsins.