Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar


Fimmtudaginn 29. janúar 2009 kl. 16.00 - 17.30 heldur Arne Lykke Larsen fyrilestur um Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Í fyrirlestrinum fjallar Arne Lykke um notendastýrða þjónustu í Danmörku og hvernig hún gerir fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Hann talar einnig um gildi tækninnar varðandi lífsgæði fatlaðs fólks og möguleika á samfélagsþátttöku, en Arne Lykke notar tölvu til tjáskipta, sondu til að nærast og öndunarvél.

Arne Lykke er dósent í kenningalegri eðlisfræði við University of Southern Denmark í Óðinsvéum, hann var greindur með ALS/MND í nóvember 2000 og hefur notað öndunarvél frá janúar 2006. Hann er mikið hreyfihamlaður og tjáir sig með aðstoð tölvu. Arne Lykke talar út frá eigin reynslu og flytur fyrirlesturinn á ensku með aðstoð tjáskiptatækja.

Allt áhugafólk um ofangreind málefni er hvatt til að mæta. Góður tími gefst til umræðna og fyrirspurna. Að fyrirlestrinum standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.

Þeir sem þurfa á táknmálstúlk vinsamlegast tilkynnið það til Hrefnu K. Óskarsdóttur hko@hi.is ekki síðar en 26. janúar 2009.