Jón Margeir sá fjórði úr Ösp sem vinnur Sjómannabikarinn


Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í innilauginni í Laugardal þann 4. janúar síðastliðinn þar sem Jón Margeir Sverrisson sundmaður frá Ösp hampaði Sjómannabikarnum fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir synti á tímanum 28,82 sek. í 50m. skriðsundi og fékk fyrir vikið 676 stig og varð þar með aðeins fjórði sundmaður Aspar í 25 ára sögu Nýárssundmóts ÍF til þess að vinna Sjómannabikarinn. Forverar hans eru Bára B. Erlingsdóttir, Sigrún H. Hrafnsdóttir og Gunnar Örn Ólafsson.

Jón Margeir verður 17 ára á þessu ári en tími hans í sundinu 28,82 sek. er ekki langt frá heimsmeti fullorðinna í flokki ófatlaðra sem er 21,28 sek. en það met á Ástralinn Eamon Sullivan.

Lesa nánar...