Myndasafn og fleira frá Nýárssundmótinu


Hið árlega Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í innilauginni í Laugardag sunnudaginn 4. janúar síðastliðinn. Alls var 81 keppandi skráður til leiks frá sjö félögum. Skólahljómsveit Kópavogs sá um tónlistarflutning á mótinu og Halldór Guðbergsson formaður Öryrkjabandalags Íslands var heiðursgestur mótsins og sá um verðlaunaafhendingu. Keppendur á mótinu fengu að gjöf frá ÖBÍ forláta handklæði en Halldór hélt einnig skemmtilega tölu yfir mótsgestum þar sem hann var m.a. þátttakandi á fyrsta Nýárssundmóti ÍF árið 1984.

Allir keppendur fengu sérstakan afmælisþátttökupening á mótinu og að lokum var það Jón Margeir Sverrisson úr Ösp sem hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir er fyrstu sundmaður Aspar til að vinna Sjómannabikarinn síðan árið 2001 en þá varð Gunnar Örn Ólafsson hlutskarpastur.

Halldór Guðbergsson varð síðan annar formaður ÖBÍ til þess að verða heiðursgestur á mótinu en fyrstur var Sigursteinn Másson árið 2006.

Hér að neðan eru tenglar á myndasafn frá mótinu sem og tenglar á fréttir frá hinum ýmsu miðlum er greindu frá mótinu:

Myndasafnið: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=130790

Vísir.is: http://visir.is/article/20090105/IDROTTIR/218618561

Mbl.is: http://www.mbl.is/mm/sport/frettir/2009/01/04/jon_margeir_sverrisson_hlaut_sjomannabikarinn/

Sjónvarpsfréttir RÚV: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456481/2009/01/04/15/

Sjónvarpsfréttir Stöðvar 2: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=7821563b-9165-4085-a32a-7d7d079d9558&mediaSourceID=bec3df62-6a56-4b7c-8e60-74e2d8faf188