Katrín undirbýr sig fyrir Idaho: Sýnir í jólagleði Bjarnarins


Skautakonan Katrín Tryggvadóttir sem snemma á næsta ári mun taka þátt í Alþjóða vetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum hefur að undanförnu staðið í ströngu við undirbúning Bandaríkjaferðarinnar. Föstudagskvöldið 12. desember næstkomandi verður Katrín í eldlínunni á svellinu þegar jólagleði Bjarnarins fer fram í Egilshöll.

Katrín mun taka þátt í jólagleðinni þar sem hún tekur þátt í hópatriði og síðar í sýningunni mun hún sýna þá dansæfingu sem hún mun framkvæma á Alþjóða vetrarleikunum í Idaho.

Katrín hefur verið í þjálfun hjá Helgu Olsen og tekið miklum framförum og í samtali við umsjónarmann heimasíðu ÍF í gær kvaðst Katrín mjög spennt fyrir Bandaríkjaferðinni.

Fyrir áhugasama er jólagleði Bjarnarins annað kvöld, föstudaginn 12. desember, frá kl. 19:00-21:00.

Mynd: Katrín er ansi sleip á svellinu!