Dagana 26. júní - 3. júlí næstkomandi fer Norræna barna-
og unglinga mótið fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Sem fyrr þá stefnir
Íþróttasamband fatlaðra að þátttöku í mótinu og leitar því til hlutaðeigandi
aðila eftir tilnefningum í mótið. Aldurshópurinn er 12-17 ára og valdir verða
einstaklingar sem æfa með aðildarfélögum ÍF eða öðrum íþróttafélögum. Einnig er
óskað eftir tilnefningum um þá einstaklinga með fötlun sem hafa ekki verið að
stunda íþróttir en sjá þetta mót sem ákjósanlegan kost til þess að hefja
íþróttaiðkun.
Óskað er eftir því að sérstaklega verði kannað hvort
hreyfihamlaðir íþróttaiðkendur á aldrinum 12-17 ára eigi kost á því að taka þátt
í mótinu.
Ítarlegri upplýsingar verða sendar aðildarfélögum ÍF á
næstu dögum
Fimmtudagur. 04 desember 2008