Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson hefur verið tilnefndur til Hvatningarverðlauna ÖBÍ í flokki einstaklinga. Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og mun Öryrkjabandalag Íslands veita verðlaunin í annað sinn.
Adolf Ingi er tilnefndur fyrir að auka umfjöllun um íþróttir fatlaðra en hann og Óskar Nikulásson fóru mikinn í Peking á Ólympíumóti fatlaðra fyrr á þessu ári og þá hefur Adolf fjallað vel um önnur mót og aðrar íþróttir hjá fötluðum.
ÖBÍ veitir þrenn verðlaun, til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunin verða afhent og kunngjörð í Salnum í Kópavogi í kvöld
Mynd: Adolf Ingi vílaði það ekki fyrir sér að taka Sonju Sigurðardóttur á
hestbak á Kínamúrnum á Ólympíumóti fatlaðra í Kína.