11 Íslandsmet féllu á Íslandsmóti ÍF í 25m. laug


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m. laug fór fram um síðustu helgi í innilauginni í Laugardal. Keppt var laugardaginn 29. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember. Á laugardeginum féllu þrjú Íslandsmet en á sunnudeginum voru keppendur í feiknastuði og settu átta ný Íslandsmet og var Pálmi Guðlaugsson frá sunddeild Fjölnis í banastuði um helgina er hann setti fimm Íslandsmet.

Íslandsmet Pálma á mótinu:
50m. frjáls aðferð – 38,39 sek.
100m. frjáls aðferð – 1.25,28 mín.
200m. frjáls aðferð – 3.02,51 mín.
100m. baksund – 1.42,21 mín.
100m. flugsund – 1.41,38 mín.

Önnur Íslandsmet settu eftirtaldir sundmenn:
Björn Daníelsson ÍFR, 50m. frjáls aðferð – 51,27 sek.
Hrafnkell Björnsson ÍFR, 50m. bringusund – 1.12,22 mín.
Marinó I. Adolfsson ÍFR, 50m. bringusund – 1.23,27 mín.
Anna K. Jensdóttir ÍFR, 50m. bringusund – 1.11,91 mín.
Vignir Gunnar Hauksson ÍFR, 100m. bringusund – 2.46,11 mín.
Anna K. Jensdóttir ÍFR, 100m. bringusund – 2.32,63 mín.

Sjá öll úrslit mótsins