Núna í kvöld kl 21:00 hefst sportþátturinn SPORTIÐ MITT sem verður
um allar íþróttir. Þátturinn verður í umsjón Sverris Júll og Sigurðar Inga
Vilhjálmssonar. Í hverjum þætti verður tekin fyrir ein íþróttagrein en í fyrsta
þættinum sem verður á Föstudaginn mun Kristján Jónsson frá
Þjálfun.is líta til okkar og verður svo farið yfir það sem framundan er í
þáttunum í vetur og líka hvað er að gerast í sportinu um næstu helgi, einnig
munum við bjóða áhorfendum upp á frábært myndband frá Indlandi sem við hvetjum
ykkur til að sjá.
Þátturinn verður jákvæður og skemmtilegur og allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi. Stjórnendur þáttarins hafa mis mikla reynslu á fjölmiðlun en Sverrir
hefur unnið við fjölmiðla síðan 1991 en Sigurður Ingi byrjaði fyrir þremur árum
að fikta við það en hann kemur nálægt sportinu á annan hátt en hann er leikmaður
3 deildar liðsins KFS. Þannig að sportið hefur lengi verið nálægt þeim félögum í
góðan tíma enda unnið saman í sportinu í 3 ár . Þátturinn verður sýndur á
sjónvarpstöðinni ÍNN og er hægt að ná henni á fjölvarpinu og á sjónvarpi
Símans.