Þann 8. nóvember sl. stóð Ólympíu- og afreksráð Íþróttasambands
fatlaðra fyrir ráðstefnu um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og afreksstefnu
ÍF 2008 – 2012.
Um afreksstefnu ÍF segir að hún sé stefnumótandi ákvörðun
æðstu forystu Íþróttasambands fatlaðra og er líkt og annarra sérsambanda
innan ÍSÍ, unnin að ósk Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Markmið
afreksstefnu ÍF er m.a. að Íþróttasamband fatlaðra hafi ávallt á að skipa
einstaklingum eða liðum, sem standast kröfur til keppni á alþjóðlegum mótum í
sínum íþróttagreinum.
Fimmtudagur. 20 nóvember 2008