Opin æfing í borðtennis hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík


Laugardaginn 15. nóvember kl. 13.50 - 15.30
Íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 12

Hvatning til einstaklinga og aðstandenda að nýta þetta tækifæri


Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) hefur ákveðið að bjóða upp á opna æfingu í borðtennis fyrir þá sem vilja koma og kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt. Kristján Jónasson, þjálfari mun leiðbeina en honum til aðstoðar verður Tómas Björnsson, borðtennisspilari. Hann er með CP fötlun en lætur það á engan hátt hindra sig, steig skrefið og mætti á æfingar og var fljótlega orðin einn af efnilegustu borðtennisspilurum ÍF. Hann hefur keppt á alþjóðamótum og stefnir langt í íþróttinni.
Á myndinni eru borðtenniskapparnir Tómas t.h. og Jón Þorgeir, báði í ÍFR á Íslandsmóti ÍF 2008

Óskað er eftir því að þetta tilboð verði vel kynnt en æfingin er opin öllum fötluðum, þó markhópur nú séu hreyfihömluð börn og unglingar. Allir aldurshópar eru velkomnir og einnig fólk með aðrar fatlanir.
Nánari upplýsingar gefur Kristján Jónasson, þjálfari Sími 862 91 55 Heimasíða ÍFR www.ifr.is

Þeir sem ekki treysta sér til að prófa að spila geta komið og skoðað aðstæður, horft á og prófað síðar.
Fyrsta skrefið er erfiðast en það getur verið þess virði að stíga það!

Vinnum saman að því að rjúfa félagslega einangrun