Afreksráðstefna ÍF
Til afreksráðstefnunnar er boðið
formönnum aðildarfélaga ÍF, þjálfurum, landsliðsþjálfurum ÍF, fulltrúum
íþróttanefnda og stjórnarfólki ÍF. Umsjón með ráðstefnunni og
aðalfyrirlesarar eru Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum og
Ingi Þór Einarsson, formaður sundnefndar ÍF.
Án efa verða líflegar umræður um stefnumörkun afreksíþrótta fatlaðra og leiðir til að fatlað íslenskt íþróttafólk verði áfram í fremstu röð fatlaðra afreksmanna í heiminum.