Sundkonan Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, fékk óvæntan glaðning á dögunum þegar rithöfundurinn Jónína Leósdóttir kom færandi hendi og gaf henni fyrsta eintakið af nýjustu skáldsögunni sinni: „Svart & hvítt.“
Óhætt er að segja að Jónína sé eftirtektarsöm en hún komst yfir síðasta eintak af Hvata, tímarit Íþróttasambands fatlaðra, og þar sá Jónína kynningu á Ólympíumótsförum Íslands. Nokkrar laufléttar spurningar voru lagðar fyrir íslensku keppendurna í Hvata þar sem kom í ljós að uppáhaldsbók Sonju var „Kossar og ólífur.“ Bókin er eftir Jónínu og nýjasta bókin Svart & hvítt er sjálfstætt framhald fyrri bókarinnar.
Sonja var að vonum ánægð með framtak Jónínu en Svart & hvítt er væntanleg í verslanir um land allt miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Svart & hvítt er sjálfstætt framhald unglingabókarinnar Kossar og ólífur sem hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Fyrri bókin kom út á svipuðum tíma í fyrra en Forlagið gaf út báðar bækurnar.
Sonja fékk bókina afhenta föstudaginn 10. október
síðastliðinn en Svart & hvítt er ekki væntanleg í verslanir fyrr en næsta
miðvikudag.
Mynd:
Jónína afhendir Sonju
fyrsta eintakið af bókinni í Íþróttamiðstöðinni í
Laugardal.