Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, sendu tvo keppendur á EM fatlaðra í golfi sem fram fór á Panoramica vellinum í San Jorge í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Fulltrúar Íslands í mótinu voru þeir Hörður Barðdal og Rudolf Gunnlaugur Fleckenstein. Rudolf var að fara í fyrsta sinn, en hann byrjaði að stunda golf fyrir aðeins þremur árum. Hörður, sem byrjaði að stunda golf fyrir 40 árum, var að taka þátt í EM í áttunda sinn. Á Evrópumótinu er skipt niður í flokka eftir forgjöf, ekki flokkaskipt eftir fötlun. Leikið er í einu og öllu eftir reglum R&A með sérstökum viðauka frá þeirra hendi.
Skemmtilega grein um för þeirra Harðar og Rudolfs má lesa inn á
golffréttasíðunni Kylfingur.is:
Mynd: Rudolf hitti fyrir á Spáni heimsfræga kylfinginn Sergio Garcia.