Þjálfararáðstefna Íþróttasambands fatlaðra fer fram laugardaginn 8. nóvember næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni Laugardal frá kl. 10:00-17:00. Fundurinn fer fram í fundarsölum ÍSÍ á 3. hæð. Yfirskrift ráðstefnunnar er: "Afreksmennska-Samfélag sigurvegara."
Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til laugardagsins 1. nóvember. Umsjón með dagskrá hafa þeir Kári Jónsson, landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum íþróttum, og Ingi Þór Einarsson formaður sundnefndar ÍF.
Vinsamlega kynnið fyrirhugaða ráðstefnu fyrir þjálfurum aðildarfélaganna. Vonast er til þess að þjálfarar frá hverju félagi sæki ráðstefnuna en einnig er mjög æskilegt að formenn eða fulltrúar stjórna aðildarfélaga sjái sér fært að vera viðstaddir ráðstefnuna. Málefni sem þar verður tekið fyrir varðar afreksfólk framtíðarinnar sem sjálfsagt má finna í hverju félagi!
Mynd: Ingi Þór Einarsson formaður sundnefndar ÍF og einn
landsliðsþjálfara ÍF í sundi að störfum á Ólympíumóti fatlaðra í Peking
2008.