Myndasafn: Hörður sterkastur- jafnt í sitjandi flokki


,,Spennan hefur aldrei verið jafn mikil í báðum flokkum og þetta er skemmtilegasta, stærsta og flottasta mótið sem við höfum haldið," sagði Arnar Már Jónsson mótshaldari og hvatamaður að keppninni Sterkasti fatlaði maður heims. Mótið sjálft fór fram um helgina þar sem Hörður Árnason varð meistari í standandi flokki og erlendu gestirnir Ulf Erikson og Tafo Jettajorvi deildu með sér efsta sætinu í sitjandi flokki.

,,Þetta réðst ekki fyrr en í síðustu greinunum. Við þurftum að kalla út Ísspor til þess að bæta við bikar í sitjandi flokki og þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir keppnina á næsta ári," sagði Arnar Már sæll með árangur helgarinnar. Arnar Már er lyftingaþjálfari hjá ÍFR og landsliðsþjálfari í lyftingum á vegum ÍF.

Keppt var víðsvegar um Reykjavík frá föstudegi til laugardags þar sem kraftajötnarnir sýndu allar sínar bestu hliðar. Við minnum á að inni á myndasíðu ÍF er komið myndasafn frá föstudeginum á mótinu þar sem keppendur reyndu fyrir sér í Smáralind í hrikalegum aflraunum.

Myndasafnið má nálgast hér: http://album.123.is/?aid=121307
Mynd: Egill í hrikalegum átökum í Smáralind á föstudag