Lokauppgjör Reykjavíkurmaraþons Glitnis


Á dögunum greindi Íþróttasamband fatlaðra frá því að starfsmenn Össurar hefðu hlaupið til handa ÍF í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis þann 23. ágúst síðastliðinn. Nú hafa öll kurl komið til grafar frá maraþoninu og voru fleiri sem hétu á ÍF í hlaupinu.

Starfsmenn Glitnis, viðskiptavinir og aðrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu hlupu til góðs og söfnuðu áheitum að upphæð 114.550 kr. fyrir ÍF. Alls voru 10.719 sem hlupu um borgina í ágúst og vill ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem styrktu góð málfeni í hlaupinu sem og til þeirra sem hlupu fyrir hönd ÍF.

Starfsmenn Össurar söfnuðu alls 315.000 kr. fyrir ÍF og aukalega bættust við 114.550 kr. þar sem aðrir hlauparar styrktu ÍF. Samtals komu því 429.550 kr. í hlut ÍF þetta árið.

Kærar þakkir fyrir okkur! Ykkar framlag er ómetanlegt.