Íslandsmótið í boccia í einliðaleik í Laugardalshöll um helgina


Rúmlega 200 manns frá 15 aðildarfélögum ÍF munu taka þátt á Íslandsmótinu í einliðaleik í boccia um helgina en mótið fer fram í Laugardalshöll. Keppni hefst laugardagsmorguninn 25. október kl. 09:00 og lýkur seinni part sunnudagsins 26. október. Í ár er það Íþróttafélagið Ösp sem er framkvæmdaraðili mótsins í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra.

Lokahóf Íslandsmótsins fer svo fram á sunnudagskvöldið í Fjörukránni í Hafnarfirði að víkingastíl þar sem Friðrik Alexandersson verður veislustjóri. Lionsklúbburinn Víðarr gefur öll verðlaun á mótið að þessu sinni og þá munu nemendur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti aðstoða við dómgæslu á mótinu.

Dagskrá mótsins

Laugardagur 25. oktober 2008:
9:00 - 9:30 Fararstjórafundur
9:30 - 9:50 Mótsetning
10:00 - 11:40 7. Deild undanúrslit
11:50 - 13:30 6. Deild undanúrslit
13:40 - 15:20 5. Deild undanúrslit
15:30 - 17:10 4. Deild undanúrslit
17:20 - 19:00 3. Deild undanúrslit
19:10 - 20:50 2. Deild undanúrslit

10:00 - 11:40 U flokkur úrslit
11:50 - 13:30 BC1 - 4 úrslit
13:40 - 17:10 Rennuflokkur úrslit

Sunnudagur 26. oktober 2008:
10:00 - 11:50 1. Deild undanúrslit
12:00 - 14:00 4. til 6. Deild úrslit
14:00 - 16:00 1. til 3. Deild úrslit

Mynd: Frá Íslandsmótinu í boccia á Akureyri 2007.