Íþróttasamband fatlaðra vill vekja athygli á því að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur opnað umsóknarsvæði á heimasíðunni sinni www.isisport.is fyrir Ferðasjóð íþróttafélaga. Á umsóknarsvæðinu er hægt að sækja um styrk vegna ferða á fyrirfram skilgreind mót á árinu 2008.
Fyrir þá sem til þekkja er fyrirkomulag umsókna svipað og í fyrra en á umsóknarsíðunni sjálfri eru ítarlegri útskýringar um hvernig bera eigi sig að við umsókina. Umsóknarsvæðið má nálgast á þessari slóð: http://ns4.olympic.is/ferdastyrkir/
Hvert félag eða deild á ekki að þurfa að stofna nema eina umsókn þar sem hægt er að setja eins margar ferðir og þurfa þykir inn á einu og sömu umsóknina.
Umsóknarfrestur fyrir árið 2008 rennur út 12. janúar 2009 en að þessu sinni eru 60 milljónir til úthlutunar í sjóðnum. Afar brýnt er að íþróttahreyfingin nýti sér þennan styrkmöguleika svo íþróttaforystan og ríkisvaldið fái góða yfirsýn yfir þennan stóra kostnaðarlið í rekstri íþróttafélaga.
Héraðssambönd og íþróttabandalög eru hvött til að fylgja þessu máli vel eftir í héraði til að tryggja að íþróttahreyfingin á viðkomandi svæði verði ekki af styrkmöguleikum.
Frétt um málið á heimasíðu ÍSÍ:
http://www.olympic.is/?nwr_from_page=true&nwr_more=1660&ib_page=121&iw_language=is_IS