Tveir Íslendingar á EM fatlaðra


Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, ákváðu nú í haust að senda tvo keppanda á EM fatlaðra í golfi sem fram fer á Spáni í nætu viku. Fulltrúar Íslands í mótinu verða Hörður Barðdal og Rudolf Gunnlaugur Fleckenstein. Þeir halda til Spánar á sunnudag og verður spilað á Panoramica vellinum í San Jorge í Katalóníu. Hörður, sem er með 15 í forgjöf, er að taka þátt í Evrópumóti í áttunda sinn, en Rudolf er að fara í fyrsta sinn, en hann byrjaði að stunda golf fyrir þremur árum.

Hörður, sem byrjaði að stunda golf fyrir 40 árum, sagði í samtali við Kylfing.is að nú væri verið að brjóta blað í sögu Golfsamtaka fatlaðra því þetta er í fyrsta skipti sem keppandi sem að frumkvæði GSFÍ hóf að iðka golf er sendur á EM.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á Kylfingur.is með því að smella á tengilinn hér að neðan:
http://kylfingur.vf.is/Frettir/default.aspx?path=/resources/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=FyrstaFrett&Groups=26&ID=10182&Prefix=147