Óskað eftir dómurum í sjálfboðastörf á Íslandsmóti


Íþróttafélagið Ösp verður framkvæmdaraðili fyrir Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í einliða leik í Boccia dagana 25. og 26. október næstkomandi. Keppt verður í Laugardalshöll en um 200 keppendur víðsvegar að af landinu taka þátt í mótinu og keppt verður á 15 völlum þar sem tveir starfsmenn eru á hverjum velli.

Til að mótið megi lukkast sem best þarf á mörgum sjálfboðaliðum að halda og þá sérstaklega í dómgæslu. Óskað er eftir því að sem flestir taki höndum saman og bjóði sig fram til starfans, bæði reyndir jafnt sem óreyndir.

Margir hafa þekkingu á dómgæslu og ritarastörfum á viðlíka mótum en þeir sem hafa áhuga á að læra út á hvað þessi leikur gengur geta boðið sig fram og sótt námskeið í bocciadómgæslu og öðrum störfum. Námskeiðið verður haldið nokkrum dögum fyrir mót.

Allar upplýsingar veitir Ólafur formaður Aspar í síma 899 8164 eða á netfanginu olliks@simnet.is