Flottar tímabætingar á Fjarðarmótinu


Fjarðarmótið í sundi fór fram sunnudaginn 5. október síðastliðinn í nýrri og glæsilegri innilaug í Hafnarfirði að Ásvöllum. Mótið var það fyrsta sem Íþróttafélagið Fjörður heldur í nýju lauginni og lönduðu heimamenn 15 gullverðlaunum, 6 silfurverðlaunum og 8 bronsverðlaunum.

Þrátt fyrir að skammt sé liðið á sundtímabilið sáust frábærar tímabætingar sem gefa góð fyrirheit um það sem koma mun þegar líður á veturinn. Úrslit mótsins er hægt að sjá með því að smella á tengilinn hér að neðan:

http://fjordur.com/Default.aspx?tabid=1056

Þá hefur ÍF sett inn myndasafn frá mótinu á myndasíðuna sína www.123.is/if en tengill á myndasafnið frá Fjarðarmótinu er hér:

http://album.123.is/?aid=119292