Ný heimasíða Special Olympics í Evrópu


Special Olympics í Evrópu hefur höfuðstöðvar sínar í Brussel en 11 ár eru síðan Special Olympics samtökin settu upp skrifstofu í Evrópu. Nú hefur verið sett upp heimasíða Special Olympics í Evrópu en markmið með því er að ná betur til aðildarlanda í Evrópu og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum og verkefnum í Evrópu.

Ýmis verkefni eru í gangi í Evrópu sem tengjast aðildarfélögum og um að gera að leita sér upplýsinga sé vilji til þess að taka þátt í verkefnum sem ekki eru á vegum Special Olympics á landsvísu.

Verkefni eins og Evrópuleikar og Alþjóðaleikar eru á vegum Íþróttasambands fatlaðra en ýmis mót í einstaka greinum gætu hentað félögum á Íslandi ekki síst sem samvinnuverkefni.

Heimasíðan er:
http://www.specialolympics-eu.org/