Össur safnaði 315.000 kr. til handa ÍF


Reykjavíkurmaraþon Glitnis fór fram á dögunum og venju samkvæmt var fjölmenni sem lét gott af sér leiða við tilefnið. Starfsfólk Össurar hljóp til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og safnaði alls 315.000,- kr. til handa sambandinu.

Alls voru það 26 einstaklingar frá Össuri sem tóku þátt í maraþoninu og hlupu þau samanlagt 315 km. Össur er einn stærsti styrktar- og samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra og sýnir hér enn einu sinni velvilja sinn í verki. Af þessu tilefni vill ÍF koma á framfæri innilegu þakklæti til Össuarar og þeirra einstaklinga sem lögðu á sig langhlaupin.