Langstökkvarinn Baldur Ævar Baldursson frá Ólafsfirði fékk hlýjar
móttökur frá Fjallabyggð á dögunum þegar hann var nýkominn heim af Ólympíumóti
fatlaðra í Peking. Formleg móttaka hans var síðastliðinn föstudag en þar var Þór
Jóhannsson einnig heiðraður fyrir þátttöku sína á Special Olympics sl. haust þar
sem hann keppti í golfi.
Afhenti bæjarstjórn Fjallabyggðar þeim báðum gyllt barmmerki og blómvönd fyrir afrek sín á íþróttasviðinu.