Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu


Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu fóru fram á Akureyri 13. September. Verkefnið var í samvinnu ÍF, KSÍ og aðildarfélaga ÍF á Akureyri. Umsjón með undirbúningi höfðu frjálsíþróttanefnd ÍF og knattspyrnunefnd ÍF og KSÍ. Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri setti mótið og bauð fólk velkomið. Keppni í frjálsum íþróttum var fyrir hádegi og í framhaldi af því tók við knattspyrnukeppnin. Það var Sean Webb breskur leikmaður Þórs sem sá um upphitun og síðan hófst keppni þar sem keppt var í tveimur styrkleikaflokkum. Ingi Björnsson, útibússtjóri Glitnis á Akureyri afhenti verðlaun en Glitnir er aðalstyrkaraðili Special Olympics á Íslandi.

Íþróttasamband Fatlaðra þakkar öllum þeim sem komu að þessu verkefni sem tókst sérlega vel. Mikil stemming ríkti meðal keppenda sem flestir tóku þátt í báðum greinum og gáfu ekkert eftir.

Úrslit mótsins
Myndir