Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ á Akureyri
Síðastliðinn sunnudag var haldin sparkvallaæfing fyrir fatlaða á sparkvellinum við Brekkuskóla. Góðir gestir mættu á æfinguna, miðluðu af reynslu sinni og urðu vitni af flottum fótboltatöktum.
Jónas L. Sigursteinsson stjórnaði æfingunni en gestkvæmt var á sparkvellinum. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, var einn þeirra er kom á æfinguna ásamt Kristni R. Jónssyni landsliðsþjálfara U19 karla. Þá mættu Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og Rakel Hönnudóttir fyrirliðið Þórs/KA ásamt Evu Hafdísi Ásgrímsdóttur leikmanni Þórs/KA.
Þessi æfing er hluti af sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ en verkefnið hófst árið 2007 og hefur mælst ákaflega vel fyrir. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu.