Eyþór verður fánaberi Íslands á lokahátíðinni


Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra fer fram í dag þar sem sundmaðurinn Eyþór Þrastarson verður fánaberi Íslands við athöfnina. Kínverjar lofa góðri sýningu rétt eins og á opnunarhátíðinni sem var öll hin glæsilegasta. Hópurinn kemur heim laust fyrir miðnætti þann 18. september næstkomandi og eins og sjá má á spjalli við íþróttamennina sem birst hafa hér á síðunni þá eru margir þegar farnir að huga að næsta Ólympíumóti sem fram fer í London 2012.

Síðustu grein Ólympíumóts fatlaðra lauk í dag þegar hlaupið var maraþon en heimamenn í Kína hafa verið sigursælir og unnið til flestra gullverðlauna eða alls 88. Samtals hafa Kínverjar unnið til 208 verðlauna en þar á eftir koma Bretar með 102 verðlaun.

Topp 10 sigursælustu þjóðirnar á Ólympíumótinu:

1. Kína 88 gull, 68 silfur, 52 brons
2. Bretland 42 gull, 29 silfur, 31 brons
3. Bandaríkin 36 gull, 35 silfur, 28 brons
4. Úkraína 24 gull, 18 silfur, 31 brons
5. Ástralía 23 gull, 29 silfur, 27 brons
6. Suður-Afríka 21 gull, 3 silfur, 6 brons
7. Kanada 19 gull, 10 silfur, 21 brons
8. Rússland 18 gull, 23 silfur, 22 brons
9. Spánn 15 gull, 21 silfur, 22 brons
10. Brasilía 15 gull, 14 silfur, 17 brons