Eyþór: Stefni á gull 2012


Sundgarpurinn Eyþór Þrastarson hefur lokið keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Peking en hann stóð sig frábærlega á mótinu og bætti tímana sína verulega í 400m. skriðsundi og 100m. baksundi. Hann sagði í stuttu samtali við heimasíðuna að nú væri stefnan sett á gull á Ólympíumótinu 2012.

Nú hefur þú lokið keppni. Ertu sáttur við þína frammistöðu á Ólympíumótinu?
Já, mjög sáttur. Ég held að þetta sé besta mót sem ég hef tekið þátt í.

Ertu farinn að hugsa um London 2012?
Já, ég set stefnuna á gull 2012!

Hvað tekur nú við hjá þér?
Mér var sagt að til þess að ná árangri þá þyrfti maður að gera allt sem þjálfarinn segði manni að gera. Ætli ég bíði ekki bara eftir því hvað þjálfarar mínir leggji fyrir mig.

Hvað finnst þér eftirminnilegast við þátttökuna þína á Ólympíumótinu?
Allt bara, sundið, frítt fæði, fólkið, staðurinn. Þetta hefur allt verið ein ógleymanleg gandreið.