Frábært aðstoðarfók Íslands í Peking


Ólympíuþorpið í Peking sér vel um íbúa sína og er málum þannig háttað að hver þjóð fær ákveðinn fjölda aðstoðarmanna eftir því hversu margir keppendur fylgja þjóðinni. Ísland datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar aðstoðarmönnum var úthlutað en fimm manna úrvalssveit er reiðubúin Íslandi til aðstoðar við hvert það atvik sem kann að koma upp.

Hópurinn mætir snemma morguns í hýbíli íslenska hópsins og er sjaldnast farinn heim fyrr en seint á kvöldin. Ómetanlegt er að hafa enskumælandi túlka með í för enda enskan lítt útbreitt mál í Kína þó hún sé helsta bjargræðisleið Frónverja utan landsteinanna.

Þrír þessara aðstoðarmanna eru lögfræðinemar við háskóla í Peking og hafa þau sýnt Íslandi mikinn áhuga og hyggja öll á komu. Sá elsti í hópnum er fyrrum hjartalæknir við Japan-Chinese Friendship Hospital í Peking hann bauð hluta af íslenska hópnum í hjartaómun á dögunum.

Mynd: Frá vinstri, Brady, Cathy, og Ling. Fyrir aftan er hjartalæknirinn Mr. Wang og Gilbert.