Sparkvallaverkefni Íþróttasambands Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands 2008


Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 en tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra drengja og stúlkna í knattspyrnu. Allir aldurshópar velkomnir.

Ákveðið hefur verið að standa fyrir sparkvallaverkefni IF og KSÍ á Akureyri í samvinnu við ÍBA.

Opin æfing verður á sparkvellinum við Brekkuskóla á Akureyri sunnudaginn 14. september 2008.

Æfingin verður frá kl. 12:00 til 13:30. Leiðbeinandi verður: Jónas L. Sigursteinsson en auk þess munu Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari og Kristinn R. Jónsson, þjálfari U19 karla mæta á svæðið auk fleiri góðra gesta.

Nánar