Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu


Laugardaginn 13. september 2008 verða haldnir Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum í Boganum á Akureyri.  Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Knattspyrnusambands Íslands og aðildarfélaga ÍF á Akureyri.  Markmið ÍF og KSÍ er að knattspyrnufélög taki aukna ábyrgð á því að stuðla að tækifærum fyrir fatlaða á sviði knattspyrnuiðkunar.  Leikmenn úr meistaraflokki Þórs munu sjá um upphitun fyrir knattspyrnumótið.
Aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi er GLITNIR.

Dagskrá mótsins.
 
kl. 10.00 Frjálsar, upphitun

kl. 10.30 Mótssetning

 kl. 10.35 keppni hefst, frjálsar

 kl. 12.30 Knattspyrna, upphitun

 kl. 13.00 Knattspyrna, keppni hefst

 kl. 15.00. Verðlaunaafhending  (Verðlaunaafhending fer einnig hugsanlega fram á milli greina)