Eyþór syndir á annarri braut í dag


Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson hefur keppni í dag á Ólympíumóti fatlaðra er hann keppir í undanrásum í 400m. skriðsundi. Eyþór er í seinni undanrásum og syndir á annarri braut. Hann synti á 5:25.90 mín. og náði þannig lágmörkum inn á mótið en besti tíminn inn á mótið er 4:42.46 mín. en hann á Spánverjinn Enhamed.

Eyþór hefur verið í fantaformi á æfingum hér úti í Peking og því verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun takast til á þessu fyrsta Ólympíumóti sínu. Nái hann inn í úrslit í dag syndir hann aftur seinna í kvöld, að öðrum kosti syndir hann ekki aftur fyrr en 13. september þegar hann keppir í 100m. baksundi.