Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson er kominn í úrslit í 400m. skriðsundi á Ólympíumótinu í Peking en Eyþór keppir í flokki S 11 sem er skipaður alblindum keppendum. Eyþór lauk sundinu á 5.11;54 mín. sem er mikil persónuleg bæting og ánægjuleg fyrir þennan unga sundmann.
Eyþór var áttundi og síðastur inn í úrslitin sem fara fram kl. 18:49 hér í Peking eða um kl. 11.00 heima á Íslandi. Fyrstur eftir undanrásir var heimamaðurinn Bozun Yang á tímanum 4:46,06 mín.
Millitímar
Eyþórs í sundinu:
33,40
1:11,01
1:49,53
2.30,03
3:10,28
3:51,44
4:32,52
Lokatími:
5:11,52