Íslenski hópurinn kominn til Peking


Íslenski Ólympíuhópurinn er mættur til Peking í Kína þar sem Ólympíumót fatlaðra fer fram dagana 6.-17. september næstkomandi. Hópurinn lagði snemma af stað á mánudagsmorgun og eftir átta klukkustunda bið í Danmörku eftir tengiflugi var loks lagt af stað í lokaáfangann. Ólafur Magnússon aðalfararstjóri í ferðinni og framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF tók á móti hópnum ásamt Axeli Nikulássyni starfsmanni íslenska sendiráðsins í Kína en Axel er tengiliður íslenska hópsins við framkvæmdanefnd leikanna. Þá voru félagarnir Adolf Ingi Erlingsson og Óskar Nikulásson einnig viðstaddir komu hópsins á flugvellinum og ræddu við ferðalangana.

Nánar