Erlingsmótið í sundi 5.-6. nóvember 2016

Erlingsmótið 2016
Minningarmót í sundi um Erling Þráinn Jóhannsson sundþjálfara verður haldið í Sundlauginni í Laugardal helgina 5. og 6. nóvember næstkomandi. Keppt verður í 25m laug í tveimur hlutum, eftir hádegi á laugardaginn og fyrir hádegi á sunnudaginn.
Upphitun hefst laugardaginn 5. nóvember kl. 14:00  og sunnudaginn 6. nóvember  kl. 9:00.