Paralympic-dagurinn

Paralympic-dagurinn er kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Allir eru hvattir til þess að koma í frjálsíþróttahöllina í Laugardal og kynna sér íþróttalíf fatlaðra á Íslandi. Dagurinn hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Pylsubíllinn frá Atlantsolíu verður á staðnum og mun gleðja gesti á meðan birgðir endast.