Sumarbúðum ÍF í júní frestað: Júlí til skoðunar


Sumarbúðum Íþróttasambands fatlaðra að Laugarvatni í júnímánuði hefur verið frestað. Búðirnar áttu að fara fram að Laugarvatni dagana 19. júní - 3. júlí.


Núverandi samkomubann er í gildi til 4. maí næstkomandi en að svo búnu máli er ÍF að kanna möguleikann á því að færa Sumarbúðirnar lengra inn í júlímánuð ef hægt er.

Frekari fregnir af Sumarbúðum ÍF munu berast í maíbyrjun og þá verður vonandi hægt að varpa frekara ljósi á búðirnar þetta árið.

ÍF mun í einu og öllu fylgja fyrirmælum yfirvalda og fagteymis ÍF en stjórn og starfsfólk vill ítreka að búðirnar hafa ekki verið blásnar af heldur aðeins frestað að svo stöddu.

Þeir sem hafa frekari spurningar varðandi Sumarbúðir ÍF að Laugarvatni geta beint fyrirspurnum sínum á if@ifsport.is

Facebooksíða Sumarbúðanna