Skráning hafin á Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss 2024


Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Kaplakrika laugardaginn 2. mars næstkomandi. Skráningu skal skila á Egil Þór Valgeirsson formann frjálsíþróttanefndar ÍF á egill_thor@hotmail.com en skráning stendur til 26. febrúar. 


Það félag sem hlýtur flesta Íslandsmeistaratitla fatlaðra samtals í öllum greinum mótsins verður Íslandsmeistari félaga. Verði félög jöfn eru tali fjöldi silfurverðlauna og síðan bronsverðlauna. Frekari upplýsingar veitir Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar ÍF s: 847-0526.


Hér má nálgast bæði boðsbréf og skráningargögn fyrir mótið en þessi gögn hafa einnig þegar verið send til aðildarfélaga ÍF.