Fréttir
Íslandsleikar SO í Egilshöll um helgina
Fimleikasamband Íslands heldur þrjú mót um komandi helgi og eitt þeirra verða Íslandsleikar Special Olympics. Mótin fara fram í Egilshöll þar sem Fimleikadeild Fjölnis verður mótshaldari.
Arnar Helgi stórbætir tímana sína og með risaverkefni í vinnslu
Arnar Helgi Lárusson tók þátt í Reykjanesmóti 3N á dögunum þar sem hann stórbætti árangur sinn í handahjólreiðum frá fyrra móti en um var að ræða 30km hjólaleið. Arnar hefur síðustu misseri lagt ofuráherslu á handahjólreiðar en eins og margir...
Þrjú ný Íslandsmet í úrslitum hjá Má og Róberti
Sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH, settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evrópumeistaramóti IPC í dag. Már bætti sitt eigið met í 100m flugsundi og Róbert bætti sitt eigið met í 100m baksundi.
Róbert Ísak með nýtt Íslandsmet í baksundi
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson, SH/Fjörður, setti í morgun nýtt Íslandsmet í 100m baksundi S14 (þroskahamlaðir) á Evrópumeistaramóti IPC í sundi. Mótið fer fram í Madeira í Portúgal og verður Róbert því í úrslitum kvöldsins ásamt Má Gunnarssyni sem keppir í...
Róbert fimmti í 200m skriðsundi
Fyrsta keppnisdegi á Evrópumeistaramóti IPC í sundi lauk í dag þar sem íslensku keppendurnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir mættir til leiks. Róbert Ísak synti sig inn í úrslit og hafnaði í 5. sæti en Már, þrátt...
Hvers vegna er minni áhersla lögð á skipulagða hreyfingu leikskólabarna?
Heilsuleikskólinn Skógarás, Ásbrú, Reykjanesbæ, hefur frá 2015, unnið með ÍF og Special Olympics á Íslandi að innleiðingu YAP sem byggir á æfingakerfi til hreyfiþjálfunar ungra barna. Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari í Skógarási tók saman grein um YAP og hreyfiþjálfun barna í Skógarási og...
Agata Erna Jack brýtur enn blað í dansíþróttasögu Íslands Glæsilegur fulltrúi í Graz 2021
Agata Erna Jack var fyrsti keppandinn í stjörnuflokki í samkvæmisdansi á dansmóti á vegum DSÍ sem fram fór í vor. Nú er staðfest að hún verður fyrsti íslenski keppandinn á dansmóti á vegum Special Olympics, DanceSport Word Championship sem fram...
Íslenski hópurinn lagður af stað til Madeira
Evrópumeistaramót IPC í sundi fer fram í Funchal í Madeira, Portúgal, dagana 16.-22. maí næstkomandi. Ísland sendir tvo fulltrúa til keppninnar en það eru þeir Már Gunnarsson, ÍRB, og Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH.
Hákon meistari í fimmta sinn
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í íþróttahúsi ÍFR við Hátún þann 8. maí síðastliðinn. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR, varð þrefaldur Íslandsmeistari um helgina en hann hafði sigur í tvíliðaleik, flokki hreyfihamlaðra karla og í opnum flokki eftir úrslitarimmu...
Íslandsmót ÍF í borðtennis í Hátúni á laugardag
Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni laugardaginn 8. maí næstkomandi. Keppni hefst kl. 10.00 en keppnisdagskrá mótsins má nálgast hér.
Íslandsmót ÍF í boccia fer fram á Selfossi 22. - 24. október 2021
Íslandsmót ÍF í boccia, einstaklings og sveitakeppni fer fram á Selfossi, 22. - 24. október 2021. Mótið er samstarfsverkefni ÍF og íþróttafélagsins Suðra á Selfossi. Íslandsmótið í sveitakeppni sem átti að fara fram í apríl hefur verið fært til haustsins Sveitakeppni fer...
Myndband: Heimsmet Más í Laugardalslaug
Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslaug en þar bar helst til tíðinda að sundmaðurinn Már Gunnarsson frá ÍRB setti nýtt og glæsilegt heimsmet í 200m baksundi S11 (blindir). Metið hafði staðið frá...
Sambandsþingi ÍF frestað fram á haust
Á stjórnarfundi Íþróttasambands fatlaðra þann 27. apríl sl. var tekin sú ákvörðun að fresta 20. Sambandsþingi ÍF fram til hausts eða þar til heppileg tímasetning finnst. Ástæður frestunar þessarar er óvissa með fjöldatakmarkanir sem nú eru í gildi og í...
ÍM50 hefst í Laugardalslaug í dag
Íslandsmót SSÍ og ÍF í 50m laug hefst í Laugardalslaug í dag. Hér á heimasíðu SSÍ má finnar allar upplýsingar um mótið en sýnt verður frá mótinu á Youtube-rás SSÍ.
Nýárssundmóti ÍF 2021 aflýst
Að tillögu sundnefndar ÍF hefur stjórn sambandsins ákveðið að aflýsa Nýárssundmóti barna og unglinga. Verður þetta í fyrsta sinn sem mótinu er aflýst í rúma þrjá áratugi en þetta skemmtilega mót verður á dagskrá strax aftur í ársbyrjun 2022.
Ísland sendir fimm fulltrúa á EM í Póllandi
Íþróttasamband fatlaðra mun senda fimm fulltrúa á Evrópumeistaramót IPC í frjálsum íþróttum þann 1.-5. júní næstkomandi. Mótið fer fram í Póllandi. Um er að ræða öflugan og glæsilegan hóp sem keppir fyrir Íslands hönd ytra.
Sambandsþingi ÍF frestað um 6-8 vikur
Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur tekið þá ákvörðun að fresta Sambandsþingi um 6-8 vikur. Þingið átti að fara fram þann 17. apríl næstkomandi en vegna gildandi sóttvarna á Íslandi taldi stjórn ráðlegast að fresta þinginu.
Már og Róbert fulltrúar Íslands á EM
Sundmennirnir Már Gunnarsson frá ÍRB og Róbert Ísak Jónsson Fjörður/SH verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramóti IPC í sundi dagana 16.-22. maí næstkomandi. Mótið átti upphaflega að fara fram sumarið 2020 en var frestað sökum heimsfaraldurs COVID-19. Mótið fer fram í...
HM í skíðaíþróttum 8.-23. janúar 2022
Heimsmeistaramót IPC í skíðaíþróttum fer fram í Lillehammer í Noregi dagana 8.-23. janúar 2022. Þessu móti var frestað fyrr á yfirstandandi ári vegna heimsfaraldurs COVID-19. Mótið verður það stærsta í undirbúningi skíðafólks fyrir Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking...
Val keppenda á heimsleika Special Olympics í vetraríþróttum, Kazan, Rússlandi 2022
Næstu heimsleikar Special Olympics í vetraríþróttum fara fram í Kazan, Rússlandi 22.-28. janúar 2022. Upphaflega áttu leikarnir að fara fram í Svíþjóð 2021. Fjármögnun gekk ekki samkvæmt áætlun hjá Svíum og SOI þurfti með stuttum fyrirvara að leita að öðrum...